
Hvernig er best að panta !
Við erum stolt af því að bjóða uppá úrval af hreinu íslensku kjöt beint frá bónda. brot af Vörulsitanum okkar er hér á síðunni, listinn er ekki tæmandi og því er alltaf velkomið að hafa samband ef það er eitthvað sem ekki er hér á síðunni og ath með hvort við getum reddað því.
Best er að panta vörurnar okkar á email bjensen@bjensen.is eða í síma 4621541.

Fjáraflanir
Ert þú eða þitt lið á leið í fjáröflun? Endilega hafðu samband við okkur og sjáðu hvað við höfum uppá að bjóða. Við elskum að leggja okkar að mörkum til að aðstoða við fjáraflanir og höfum boðið uppá einfaldar og áhrifaríkar leiðir. Ef þú hefur áhuga og vilt kynna þér það sem við bjóðum uppá til að aðstoða ykkur í fjáröflun hafðu þá samband á email erika@bjensen.is

Afurðarverð til bænda
Allar upplýsingar um afurðarverð til bænda er að finna á vefnum www.naut.is. þar er líka einfalt að gera verðsamnburð við önnur sláturhús á landinu.
Við höfum verið að bjóða uppá góða verð til bænda því það er okkur hjartans mál að geta boðið upp á Íslenska afurðurðir.

Hér erum við
Við erum staðsett í Hörgársveit rétt norðan við Akureyri. Þar er einnig að finna litlu fallegu sælkera verslun okkar sem bíður upp á mikið úrval af hreinu Íslensku kjöti beint frá bónda ásamt fallegri gjafavöru.

Gjafabréf
Gjafabréfin okkar eru gríðalega vinsæl gjöf til þeirra sem allt eiga. Þau eru frábær gjöf fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Gjafabréfin er hægt að fá í þeirri upphæð sem þú óskar eftir og þau renna aldrei út. Hægt er að versla gjafabréfin í verslun okkar og einnig er hægt að panta þau og þá eru þau klár þegar þú kemur og sækir. Hægt er að panta þau á email erika@bjensen.is eða hringja í síma 462-1541.

Sendum hvert á land sem er.
Við sendum þér pakkan að frítt ef verslað er fyrir 15.000 krónur eða meira. Ef þú verslar fyrir minni upphæð og vilt fá sent þá erum við að bjóða uppá fluttning á vægu gjaldi með Flytjanda. Þú sækir þína pöntun á næstu Flytjandastöð um leið og þeir hafa sent þér tilkynningu um að þinn pakki sé komin.